BYGGINGAR FRAMTÍÐARINNAR VERÐA BYGGÐAR HRAÐAR - MEÐ MINNA MANNAFLI - MEÐ MINNA EFNISTAPI.

HÚS FYRIR ÍSLENSKA VEÐRÁTTU

Titanica ehf sérhæfir sig í byggingu léttmálmshúsa sem framleidd eru undir ströngum Eurocodes stöðlum og aðlöguð íslenskri byggingarlöggjöf.

Við vinnum náið með arkitektum, verkfræðingum og byggingameisturum við hönnun á léttmálmshúsum fyrir íslenskar aðstæður. Öll framleiðsla er CE og TUD vottuð sem og allt efni sem notað er í húsin.

Húsin eru hönnuð til að standast hámarksvindálag og níðsterkt burðarvirkið stendur af sér hvaða snjóþunga sem er. Þau standast ströngustu kröfur sem gerðar eru á Íslandi sem og í Evrópu og Norður Ameríku.

UM LÉTTMÁLMSHÚS

Léttmálmsbyggingatækni  í löndum eins og Bandaríkjunum eða Ástralíu eru nú þegar orðin hefð og er verið að skipta út tré fyrir formað stál. Í lok byggingar munu þessi gerð húsa ekki líta öðruvísi út en klassísk stein eða tréhús, þar sem í frágangi innanhúss og utanhúss eru notuð sambærileg efni.

Þetta nútíma léttmálmskerfi er byggt á formuðum sinkhúðuðum stálplötum sem aðalbyggingarefni. Það er 60-70% léttara en viður og býður upp á meiri mótstöðu gegn jarðskjálftum þar sem léttari byggingar skemmast minna. Líftími léttmálmsins er 150 ár við venjulega notkun.

Tíminn sem þarf til að reisa hús með léttmálmstækni, er um 50-60% minni miðað við klassískt byggingarkerfi. Þetta er mjög mikilvægt í dag. Hægt er að reisa Titanica léttmálmshús á nokkrum dögum.  Ólíkt tré hafa húsin þá kosti, að þau afmyndast ekki með tímanum, það koma ekki sprungur í þau og meindýr geta ekki ráðist á stál, Léttmálmssniðin eru með tvöfaldri sinkhúð sem verndar húsin gegn tæringu.

FRAMKVÆMDARTÍMI

Léttmálmsbyggingar þurfa umtalsvert styttri framkvæmdartíma miðað við klassískar byggingar. Meðal afhendingartími Titanica húsa er innan við 6 mánuðir frá pöntun. Sérþjálfaðir starfsmenn Titanica sjá um allar uppsetningar.

ALLAN ÁRSINS HRING

Vegna þess að léttmálmsbyggingin er forsmíðuð er hægt að byggja á öllum árstímum án sérstakra ráðstafana. Það tekur einungis nokkra daga að gera húsin fokheld. Titanica skilar vöru sem er orðin alltof sjaldgæf – hugarró. 

UMHVERFISVÆN HÚS MEÐ NÝSTÍSKULEGRI HÖNNUN.

Hönnun og útlit kemur frá ýmsum arkitektum í Evrópu. Við leggjum áherslu á stór opin rými, stóra glugga og auðvelt aðgengi út á verönd. Allt byggingarefni húsanna er unnið úr myglufríum endurvinnanlegum efnum.

HÁGÆÐA HLJÓÐ OG HITAEINANGRUN

Mikið er lagt í hljóð og hitaeinangrun. Mikil styrkur gagnvart náttúrulegum atburðum, myglu og rotnun. Endingartími léttmálmshúsa er mjög mikill og halda þau lögun og útliti óskertu.

OKKAR MEGINMARKMIÐ ER AÐ BYGGJA UMHVERFIS OG FJÖLSKYLDUVÆN HÚS.

Við byggjum skilvirkar, öruggar, og vistvænar byggingar, sem henta öllum einstaklingum og fjölskyldum.