Titanica ehf sérhæfir sig í byggingu léttmálmshúsa sem framleidd eru undir ströngum Eurocodes stöðlum og aðlöguð íslenskri byggingarlöggjöf.
Við vinnum náið með arkitektum, verkfræðingum og byggingameisturum við hönnun á léttmálmshúsum fyrir íslenskar aðstæður. Öll framleiðsla er CE og TUD vottuð sem og allt efni sem notað er í húsin.
Húsin eru hönnuð til að standast hámarksvindálag og níðsterkt burðarvirkið stendur af sér hvaða snjóþunga sem er. Þau standast ströngustu kröfur sem gerðar eru á Íslandi sem og í Evrópu og Norður Ameríku.